pantanir sendast á panta@drykkur.is

7 DAGAR Í DROPA 

Fentimans hafa bruggað einstæða drykki úr jurtum allt frá árinu 1905 og fyrirtækið er í eigu Eldon Robson, langalangafabarns Thomas Fentiman. Handverksdrykkirnir sem unnið hafa til fjölda verðlauna eru bruggaðir með gamalreyndri aðferð, úr jurtaseyði og gerjuðum, náttúrulegum efnum. Þessir dásamlegu drykkir eru lagaðir á grundvelli sérfræðiþekkingar sem fjölskyldan hefur komið sér upp og gengið hefur mann fram af manni.

Það tekur ennþá heila 7 daga að laga drykkina. Þetta tímafrek aðferð en með því að sýna einmitt þolinmæði við lögunina og með því að nota aðeins náttúruleg efni, þá fáum við fram frábært og kraftmikið bragð sem gælir við alla bragðlaukana.